Skilmálar

Afhending vöru 

Allar pantanir eru afgreiddar næsta virka dag. Afhendingartími 2-5 virkir dagar. Sé varan ekki til á lager mun starfsmaður IRENA hafa  samband og tilkynna um áætlaðan afhendingartíma vörunnar. Af öllum pöntunum dreift af Íslandspósti gilda afhendingar-, ábyrgðar og flutningsskilmálar Íslandspósts um afhendingu vörunnar. Við bjóðum einungis upp á sendingu innanlands að svo stöddu.

Sendingargjöld eru eftirfarandi:
Almennt bréf : 290kr
Rekjanlegt bréf: 1490kr

IRENA ber samkvæmt þessu enga ábyrgð á týndum sendingum eða tjóni sem kann að verða á vöru í flutningi. Ef að vara týnist í pósti eða verður fyrir tjóni frá því að að hún er send frá IRENA til viðkomandi er tjónið á ábyrgð kaupanda. 

IRENA áskilur sér fullan rétt að breyta upphæð á vefsíðu vegna fyrirvaralausra verðbreytinga og vegna prentvillna. 

IRENA áskilur sér rétt til að hætta við pantanir, t.d. vegna rangra verðupplýsinga eða hætta að bjóða upp á vörutegundir fyrirvaralaust. Áskilinn er réttur til að staðfesta pantanir símleiðis. 

 

Verð á vöru og greiðslumöguleikar 

Öll verð í vefverslun eru með inniföldum 24% vsk en sendingakostnaður bætist síðan við áður en greiðsla fer fram.
Vsk nr: 140707
Eigandi verslunar og vörumerkisins IRENA er Sigríður Guðbrandsdóttir. 

Vinsamlegast athugið að verð getur breytst án fyrirvara. 

Hægt er að greiða með greiðslukortum í gegnum örugga greiðslusíðu Valitor.

 

Rakning sendinga

Þú getur fylgst með staðsetningu sendingar inná postur.is ef um rekjanlegt bréf er að ræða.
Inna postur.is getur þú slegið inn sendingarnúmerið sem við sendum þér á netfangið þitt.
Ef þú finnur ekki sendingarnúmerið þitt af einhverjum ástæðum getum við sent þér sendingarnúmerið aftur.

Fyrst skaltu kanna hvort að pósturinn hafi farið í "ruslpóstinn".

Ef um forpöntun er að ræða verður sendur póstur með sendingarnúmeri um leið og pöntun hefur verið póstlögð.

Forpantanir

Þegar um forpöntun er að ræða er skal lesa vel yfir upplýsingar sem gefnar eru hverju sinni. 

Forpöntun er send til viðskiptavinar þegar vara 

Forpöntun merkir að varan sé ekki til á lager en þú hefur möguleika á því að senda inn pöntun til þess að tryggja þér þína vöru af sendingunni áður en hún kemur til okkar. 

Athugið að ekki er hægt að hætta við forpantanir né fá þær endurgreiddar.

Hinsvegar, ef þú óskar þess að breyta yfir í aðra vöru sem er til á lager eða í forpöntun hefur þú möguleika á því. 

Kostur þess að forpanta eru sá að þú tryggir þér eintak af vörunni í þinni stærð án þess að þurfa að hafa áhyggjur á því að varan seljist upp í þinni stærð eftir að varan kemur í sölu.

Vinsamlegast athugaðu að uppgefnar dagsetningar á forpöntunum eru ekki öruggar og tafir geta átt sér stað. En þær tafir kunna að vera vegna tollmeðferðar eða ef efnið í flíkunum er ekki til á lager hjá framleiðendum okkar. 

IRENA ber ekki ábyrgð á ófyrirsjáanlegum töfum á forpöntunum. Vinsamlegast vertu varkár þegar þú forpantar þar sem við endurgreiðum ekki vegna óvæntra tafa, ef þú skiptir um skoðun eða vegna stærðar. Við munum upplýsa þig þegar pöntunin þín er tilbúin til afhendingar. Greiðsluferli forpantana er samskonar og ef pöntuð er vara sem til er á lager. Greitt er fullt verð fyrir vöruna við pöntun.
Mikilvægt er að hafa í huga að litir á flíkum í forpöntun gætu mögulega verið örlítið ólikir þeim sem eru á vefsíðunni. Ástæða þess er sú að við framleiðslu er mögulega notuð önnur rúlla af fataefni og mögulegur munur litamunur gæti verið.

Að skipta og skila vöru 

Veittur er 14 daga skilaréttur við kaup á vöru gegn því að framvísað sé sölureikningi sem sýnir með fullnægjandi hætti hvenær varan var keypt. Varan þarf að vera ónotuð, í fullkomnu lagi og í sínum upprunalegu, óskemmdu umbúðum þegar henni er skilað. Ef vara er innsigluð má ekki rjúfa innsiglið. Við skil á vöru er miðað við upprunalegt verð hennar þegar vara var keypt. 
Ákveðnum vörum fæst ekki skipt né skilað og er það tekið fram í upplýsingum um vöruna á síðunni.
Útsöluvörum fæst hvorki skipt né skilað.

Gölluð vara 

Sé vara gölluð er viðskiptavinum boðin ný vara í staðinn eða endurgreiða ef þess er krafist. Að öðru leiti vísast til laga um neytendakaup nr.48/2003 og laga um neytendasamninga.

Trúnaður (Öryggisskilmálar) 

Seljandi heitir kaupanda fullum trúnaði um allar upplýsingar sem hann gefur upp í tengslum við viðskiptin. Upplýsingar verða ekki undir neinum kringumstæðum afhentar þriðja aðila. 

Privacy policy All personal information will be strictly confidential and will not be given or sold to a third party. 

Lög og varnarþing 

Samningur þessi er í samræmi við íslensk lög. Rísi mál vegna hans skal það rekið fyrir Héraðsdómi Reykjaness.

Governing law / Jurisdiction These Terms and Conditions are in accordance with Icelandic law.

 

Ekki hika við að hafa samband við okkur á Instagram (@irena.wear) ef spurningum þínum er enn ósvarað.